Viðbragðsaðilar að störfum á Esjuvöllum. Ljósm. frg.

Eldur í bíl á Akranesi

Eldur kviknaði í bíl við Esjuvelli á Akranesi á níunda tímanum í morgun. Þar kviknaði í vélarrúmi eldri bíls sem stóð þar í lausagangi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er bíllinn sennilega ónýtur en hann ku vera búinn að þjóna eiganda sínum vel og ekinn á þriðja hundrað þúsund kílómetra.

Talsverður viðbúnaður var á staðnum en nokkuð þröngt var fyrir viðbragðsaðila eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira