
Eldur í bíl á Akranesi
Eldur kviknaði í bíl við Esjuvelli á Akranesi á níunda tímanum í morgun. Þar kviknaði í vélarrúmi eldri bíls sem stóð þar í lausagangi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er bíllinn sennilega ónýtur en hann ku vera búinn að þjóna eiganda sínum vel og ekinn á þriðja hundrað þúsund kílómetra.
Talsverður viðbúnaður var á staðnum en nokkuð þröngt var fyrir viðbragðsaðila eins og sést á meðfylgjandi mynd.