Viðbragðsaðilar að störfum á Esjuvöllum. Ljósm. frg.

Eldur í bíl á Akranesi

Eldur kviknaði í bíl við Esjuvelli á Akranesi á níunda tímanum í morgun. Þar kviknaði í vélarrúmi eldri bíls sem stóð þar í lausagangi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er bíllinn sennilega ónýtur en hann ku vera búinn að þjóna eiganda sínum vel og ekinn á þriðja hundrað þúsund kílómetra.

Talsverður viðbúnaður var á staðnum en nokkuð þröngt var fyrir viðbragðsaðila eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira