Björgunarskipið Björg, sem Lífsbjörg í Snæfellsbæ gerir út, kemur hér að landi með vélarvana smábát. Ljósm. úr safni.

Bjóða út smíði á þremur nýjum björgunarskipum

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Útboðið er stærsta einstaka fjármögnunarverkefni sem Landsbjörg hefur ráðist í. Fyrirhugað er að skipin verði tekin í notkun fyrir árslok 2023. Björgunarskipin þrjú, sem nú hafa verið boðin út, koma í stað eldri skipa Landsbjargar en samtökin eiga alls þrettán björgunarskip. Flest þeirra eru komin vel til ára sinna en elsta skipið var smíðað 1978. Björgunarskip Landsbjargar eru mikilvægur hlekkur í þéttu öryggisneti björgunarsveitanna. Þau eru mönnuð sjálfboðaliðum og sinna að jafnaði á bilinu 70 til 110 útköllum árlega.

Útboðið er fyrsti áfanginn í endurnýjun skipanna. Það er haldið á grundvelli samkomulags við dómsmálaráðuneytið um að ríkið fjármagni hluta verkefnisins en forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undirritað fyrir hönd ríkissjóðs samning um endurnýjun flotans næstu tíu árin.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en gert er ráð fyrir að smíði á fyrsta skipinu hefjist fyrir haustið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.