Tveir með Covid á Vesturlandi

Samkvæmt Lögreglunni á Vesturlandi voru aðeins tveir einstaklingar smitaðir og í einangrun vegna Covid-19 á Vesturlandi í gær. Þá var einn í sóttkví. Allir þessir einstaklingar eru í Borgarnesi.

Í gær greindust tveir smitaðir innanlands og voru þeir báðir í sóttkví. Nokkuð mörg sýni voru tekin innanlands í gær eða rúmlega 900. Dagana þar á undan voru tekin vel yfir 1000 sýni.

Enginn greindist á landamærunum en þar voru tekin 255 sýni. Það sem af er árinu hafa 90 greinst á landinu með Covid-19 og var meirihluti þeirra í sóttkví. Alls hafa 48 greinst með hið svokallaða breska afbrigði og voru 8 þeirra innanlands. Enginn hefur greinst með suður afríska eða brasilíska einkennið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir