Skallagrímskonur. Ljósm. úr safni.

Tap gegn Haukum í Fjósinu

Skallagrímur tapaði fyrir fyrir Haukum þegar liðin mættust í Borgarnesi í gærkvöldi í Domino‘s deild kvenna í körfubolta. Skallagrímskonur komust yfir á fyrstu tveimur mínútum leiksins en sú forysta entist stutt og eftir fjórar mínútur voru Hafnfirðingar búnir að jafna. Haukar tóku þá alveg við stjórninni á vellinum og voru komnar með átta stiga forystu í lok fyrsta leikhluta, 19-11. Skallagrímskonur eltu stíft í öðrum leikhluta en náðu þó aldrei að jafna og þegar gengið var til klefa í hálfleik voru gestirnir með 32 stig gegn 25. Efti hléið gáfu Hakukonur allt í leikinn og voru þær 16 stigum yfir þegar þriðji leikhluti kláraðist, 54-38. Í lokaleikhlutanum sóttu Skallagrímskonur grimmt en Hakuar gáfu ekkert eftir og héldu yfirhöndinni allan tímann. Heimamenn náðu að minnka muninn í tvö stig en komust aldrei nær og lokatölur 65 stig gegn 59 gestunum í vil.

Keira Robinson var stigahæst í liðið Skallagríms með 23 stig. Nikita Telesford kom þar næst með 22 stig og átta fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði sjö stig og gaf fimm stoðsendingar, Maja Michalska skoraði þrjú stig og tók sex fráköst og Gunnihldur Lind Hansdóttir og Embla Kristínardóttir skoruðu tvö stig hvor.

Í liði Hauka var Alyesha Lovett atkvæðamest með 21 stig og 19 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 14 stig, Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði átta stig, Þóra Kristín Jónsdóttir var með sjö stig og Irena Sól Jónsdóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir skoruðu fimm stig hvor.

Skallagrímur er nú í fimmta sæti deildarinnar með sex stig. Næst leika Snæfellskonur við KR í Borgarnesi 17. febrúar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir