Í töflunni má sjá breytingar á gjöldum milli ára. Heimild: ASÍ.

Sveitarfélög hækka verð fyrir skólamat og dagvistun

Mest hækkun hjá Akraneskaupstað

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman upplýsingar um verðbreytingar á þjónustu sem grunnskólabörn fá í skólum í fimmtán stærstu sveitarfélögunum. Þar kemur m.a. fram að mestar hækkanir hafa orðið milli ára hjá Akraneskaupstað, Seltjarnarnesbæ, Reykjanesbæ og Borgarbyggð. „Ef öll grunnskólagjöld eru skoðuð, þ.e. gjöld fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat, má sjá að þau hækka mest á Akranesi um 6,5% og næstmest hjá Reykjanesbæ, 5,1%. Gjöldin lækka mest hjá Fjarðarbyggð um 10,7% en standa í stað í Vestmannaeyjum. Mest hlutfallsleg hækkun á gjöldum fyrir skóladagvistun með síðdegishressingu er hjá Reykjanesbæ þar sem gjöldin hækka um 4,4% milli ára. Næst mest hækka þau á Seltjarnarnesi um 4,1%. Í krónum talið hækka gjöldin þó mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 12.888 kr. á mánuði. Sömu gjöld standa í stað hjá Vestmannaeyjabæ. Verð á skólamat stendur í stað hjá Reykjavíkurborg og Vestmannaeyjabæ. Verðhækkanir á skólamat í öðrum sveitarfélögum eru á bilinu 1,9-7%. Verð á skólamat hækkaði mest hjá Akraneskaupsstað eða um 20,1% en lækkar mest hjá Fjarðarbyggð um 50%.

Þá kemur fram í könnun ASÍ að 193 þúsund króna munur er á heilu ári á hæstu og lægstu gjöldum fyrir þjónustu fyrir grunnskólabörn.

Sjá nánar um könnun ASÍ hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir