Sjúkrabíll í forgangi fyrir sofandi mann

Ökumaður nokkur sem var á leið norður í land í liðinni viku taldi veginn vera ófæran. Hann lagði sig því í bílnum á bílastæði í Borgarnesi. Vegfarendur tóku eftir honum þar sem hann svaf í bílnum og töldu hann þurfa á endurlífgun að halda. Var því sjúkrabíll sendur á staðinn í forgangsakstri. Ekki þurfti þó að grípa til slíkra örþrifaráða þar sem ökumaður vaknaði við atganginn, en var dálítið brugðið. Að sögn lögreglu er þó betra að hringja í Neyðarlínuna ef fólk er í vafa því það getur skilið milli lífs og dauða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir