Kannabisneysla á málaskrá lögreglu

Síðastliðinn mánudag stöðvuðu lögreglumenn för ökumanns á Akranesi sem við athugun reyndist undir áhrifum kannabisefna. Hann var handtekinn og fór mál hans hefðbundna leið, að sögn lögreglu. Á fimmtudag í liðinni viku átti lögregla erindi við aðila í Ólafsvík. Lögreglumennirnir fundu þá mikla kannabislykt. Húsráðandi heimilaði leit og fundust fíkniefni í húsinu. Var hann kærður fyrir vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir