Jóhanna við bryggju. Ljósm. af.

Fékk í skrúfuna við veiðar á Breiðafirði

Línuskipið Jóhanna Gísladóttir GK hafði stutt stopp í Ólafsvík í gær þar sem skipið hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna og komu kafarar að sunnan með búnað til að skera úr skrúfu skipsins. Að sögn Sigurðar Sveins Guðmundssonar hafnarvarðar tók verkið ekki langan tíma og hélt Jóhanna fljótlega til veiða á Breiðafirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir