Helena Ólafsdóttir og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir eru að endurskipuleggja íþróttakennslu við FVA. Ljósm. arg.

Vilja kveikja áhuga nemenda á hreyfingu

Nemendum í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi stendur nú til boða að taka áfanga í floti og sjósundi en skólinn er fyrsti framhaldsskóli landsins að bjóða upp á slíkan áfanga. „Flot í þyngdarleysi í heitri sundlaug er einstök leið til að losa spennu úr líkama og sál. Flot skapar aðstæður fyrir djúpslökun og getur m.a. minnkað streitu, aukið sköpun, bætt einbeitingu og aukið svefngæði,“ segir í áfangalýsingunni. Áfanginn er hluti af íþróttakennslu við skólann en þær Hildur Karen Aðalsteinsdóttir og Helena Ólafsdóttir eru nú að endurskipuleggja íþróttakennsluna við skólann. Þær settust niður með blaðamanni Skessuhorns og sögðu frá þeim breytingum sem verða gerðar á íþróttastarfi í skólanum á næstu vikum.

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir