Ljósm. Alfons Finnsson.

Litli og stóri í Ólafsvíkurhöfn

Talsvert frost hefur verið að undanförnu. Meðfylgjandi mynd var tekin í Ólafsvíkurhöfn nú í dag. Á henni má sjá að krapahröngl leggur nú yfir en þarna eru bátarnir Indriði Kristins BA frá Tálknafirði sem hefur undanfarið róið til fiskar og lagt afla sínum upp í Ólafsvík. Indriði er er einn af stærri „smábátum“ í íslenska flotanum. Um borð í honum er beitningarvél og er hann skráður 29,63 tonn og lengdin er 13,2 metrar. Aftan við Indriða í heimahöfn sinni er svo dragnótarbáturinn Guðmundur Jensson SH sem er 242,4 tonn að stærð og 31,35 metri á lengd. Athygli vekur að brúin á báðum bátunum er álíka hátt yfir sjávarmáli, þrátt fyrir skráðan tonnafjölda.

Líkar þetta

Fleiri fréttir