Sala Neyðarkallsins verður í byrjun febrúar

Sölu á Neyðarkalli björgunarsveitanna var eins og kunnugt er frestað í nóvember vegna Covid. Nú hefur verið ákveðið að salan fari fram dagana 3.-7. febrúar. Að þessu sinni er Neyðarkallinn með björgunarhund sér við hlið. Landsbjörg biðlar til fólks að taka björgunarsveitafólki vel, en búast má við að það komi sér fyrir í verslanamiðstöðum og víðar. Sem fyrr er sala Neyðarkallsins með mikilvægustu fjáraflanaleiðum björgunarsveitanna. -mm

Líkar þetta

Fleiri fréttir