Horft verði til fleiri þátta en kyns og aldurs

Nú eru framboðsmál til Alþingis komin á fulla ferð og ólíkra flokksfélaga að ákveða hvernig mannvali verður háttað á framboðslista. „Fjölbreytileiki kjörinna fulltrúa er falinn í fleiru en aldri og kyni. Það þarf að horfa til fleiri þátta eins og menntunar, starfsvettvangs og lífsreynslu,“ segir í ályktun sem Verkalýðsmálafélag Samfylkingarinnar sendi fjölmiðlum. „Samfylkingin á að vera málsvari verkalýðshreyfingarinnar og framboðslistar flokksins eiga að endurspegla þá stefnu. Það þarf að gæta þess að raunverulegur vilji verkafólks komi skýrt fram. Það er enginn betur til þess fallinn að tala máli verkafólks, en það sjálft. Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar skorar á uppstillingarnefndir að hafa það til hliðsjónar þegar stillt er upp á lista Samfylkingarinnar um allt land.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir