Munum eftir smáfuglunum

Nú þegar frost herðir og jarðbönn eru víða er í senn gott og nærandi að muna eftir smáfuglunum. Þeirra möguleikar til fæðuöflunar eru takmarkaðir og þiggja þeir með þökkum matargjafir hvort sem er heima við hús eða úti í trjálundum. Meðfylgjandi mynd var tekin nýlega í skógræktinni á Akranesi. Netbúr með matarkúlum hengt upp í tré. Reglulega er svo fyllt á með nýjum kúlum. Að launum fær sú sem fóðrar fuglana þakklæti þeirra fiðruðu og spakari fuglar leyfa henni að launum að mynda sig við snæðinginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir