
Vonskuveðri spáð norðan- og austanlands
Vegagerðin bendir á að nú er spáð versnandi veðri norðan- og austanlands og að ekkert ferðaveður verði á því svæði. Spáin gerir ráð fyrir ákafari hríð og jafnframt að hvessi með skafrenningi og blindu. Ekki er horfur á að veður skáni að ráði fyrr en kemur fram á sunnudag.