Tjaldurinn heldur fund í Litlu-Brákarey

Þó að enn sé hávetur þá flykkist tjaldurinn nú í Borgarvoginn í hundruðatali. Á flóði safnast fuglinn saman á skerinu við Litlu Brákarey við Borgarnes og er þar þröng á þingi, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Þorleifur Geirsson tók í gær. Hluti af stofni tjalda er staðfugl og heldur hér til allt árið. Nærist þá gjarnan á því sem sjórinn færir upp á grynningar og situr um ætið þegar fjarar út.

Líkar þetta

Fleiri fréttir