Þverun Þorskafjarðar boðin út

Þverun Þorskafjarðar hefur nú verið boðin út en nýverið náðist samkomulag við landeigendur í Þorskafirði, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Verkið ber heitið Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir-Þórustaðir. Í því felst nýbygging Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla við austanverðan Þorskafjörð. Meðal verkefna er bygging 260 metra langrar steyptrar brúar yfir fjörðinn. Vegurinn verður alfarið byggður í nýju vegstæði en tengist núverandi Vestfjarðavegi í báða enda. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Líkar þetta

Fleiri fréttir