Lagfæra brúna yfir Geirsá í Borgarfirði

Brúarvinnuhópur frá Vegagerðinni vinnur þessa dagana við lagfæringar á brúnni yfir Geirsá í Borgarfirði, en hún er hluti tengivegar neðst í Reykholtsdal, bæjanna Kletts og Runna. Brúarbitar sem hvíldu á trébúkkum gáfu sig síðasta sumar þegar steypudælubíl var ekið yfir hana. Hefur brúin verið lokuð fyrir umferð síðan. Brúargólfinu er lyft af meðan undirstöðurnar eru bættar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir