Engin smit voru greind innanlands í gær

Enginn var greindur með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 89 eru nú í einangrun á landinu vegna veirunnar, 222 í sóttkví og 19 liggja á sjúkrahúsi. Alls hafa 5.981 greinst með veiruna hér á landi frá því í febrúar á síðasta ári og 29 hafa látist. Nýgengi innanlandssmita er nú 12,3.

Í gær voru þrír í einangrun á Vesturlandi vegna kórónuveinunnar; tveir í Ólafsvík og einn í Borgarnesi. Þá voru fimm í sóttkví í landshlutanum, tveir í Borgarnesi og þrír á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir