Prentmet lokar útibúi sínu á Akranesi

Í sjónvarpsvísinum Póstinum, sem Prentverk gefur út, er greint frá breytingum á starfseminni á Akranesi frá og með 18. janúar sl. Starfseminni verður hætt við Heiðargerði 22 á Akranesi og hún alfarið flutt í höfuðstöðvar Prentmets við Lyngháls 1 í Reykjavík. Húsnæði fyrirtækisins við Heiðargerði er einnig auglýst til sölu. Prentmet mun þó áfram gefa út Póstinn. Þá verða auk þess þau tímamót að Þórður Elíasson útibússtjóri lætur af störfum eftir fimm áratuga störf við prentun og þjónustu á Akranesi. Helga Rögnvaldsdóttir prentsmiður og grafískur miðlari mun þjónusta viðskiptavini Póstsins, segir í fréttinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir