Þannig var umhvorfs í einni kennslustofunni. Ljósm. RUV/ Bragi Valgeirsson.

Gríðarlegt vatnstjón í byggingum á Háskólasvæðinu

Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi í Reykjavík; í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í aðalbyggingu skólans mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag og sumsstaðar lengur vegna gríðarlegs vatnstjóns sem varð í byggingum skólans í nótt. Neysluvatnslögn sprakk í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt og flæddi vatn um byggingar skólans, allt að 500 lítrar á sekúndu. Vatnið sem flæddi inn í byggingarnar er svo mikið að lauslega reiknað er það á við vatn í 3-4, 25 metra sundlaugum. Sumar byggingar eru enn án rafmagns, enda náði vatnshæð sumsstaðar yfir rafmagnstöflur í kjallara. Rekstrarstöðvun á við um alla starfsemi, þ.m.t. kennslu, rannsóknir og þjónustu. Ljóst er að mikið verk er framundan við að koma aðstöðunni í samt horf. Tjónið er talið hlaupa á hundruðum milljóna króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.