VG samþykkir að viðhafa forval í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisþing Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma á fundi í gær að hafa forval til að velja á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi. Þar með hefur hreyfingin samþykkt að viðhafa forval í öllum kjördæmum. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir leiðir kjörstjórn í NV kjördæmi sem mun annast framkvæmd og skipulag forvalsins. Í forvali verður kosið í fimm efstu sæti á framboðslistanum, en þrjú efstu sætin verða bindandi og í samræmi við forvalsreglur VG. Síðustu tvö kjörtímabil hefur VG átt einn þingmann í Norðvesturkjördæmi; Lilju Rafneyju Magnúsdóttur frá Suðureyri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir