Rósa Soffía Haraldsdóttir segir það ótrúlega frelsandi að vera laus við boð og bönn varðandi mataræði og hreyfingu. Ljósm. arg.

Þyngd þarf ekki að segja til um heilbrigði

Rósa Soffía Haraldsdóttir er í hópi bloggara sem halda úti síðunni Lady.is. Á blogginu og á Instagram reikning sínum @rosasoffia hefur hún verið dugleg að tala um allt það sem brennur á henni hverju sinni, eitt af því er heilsa, bæði andleg og líkamleg. Fyrir rúmri viku setti hún inn færslu á Instagram þar sem hún sagði að samkvæmt BMI stuðli væri hún í ofþyngd. Það er samt sem áður seint hægt að segja að Rósa Soffía sé óheilbrigð í dag, annað en fyrir fáeinum árum þegar hún lifði mun óheilbrigðara lífi en var þá samkvæmt BMI stuðli í kjörþyngd. „Heilsa er svo mikið meira en bara útlit,“ skrifar Rósa Soffía við færsluna sína og hvetur fólk til að hætta að dæma fólk eftir útliti og bera fyrir sig að hafa áhyggjur af heilsu þeirra sem eru í ofþyngd því heilsa og þyngd fari ekki endilega saman. Blaðamaður ræddi við Rósu Soffíu um líkamlega og andlega heilsu og mataræði.

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir