Séra Jón Ragnarsson.

Séra Jón settur prestur til bráðabirgða

Séra Jón Ragnarsson hefur verið settur prestur til bráðabirgða í sameinað Reykholts- og Hvanneyrarprestakall í Borgarfirði. Eins og kunnugt er lét séra Geir Waage sóknarprestur af störfum fyrir aldurs sakir um nýliðin áramót, en hann varð sjötugur í desember. Vegna sameiningar prestakallanna hefur nú verið boðað til safnaðarfunda til að kjósa ellefu manns í valnefnd. Eftir að kjörnefnd hefur verið valin mun Biskupsstofa auglýsa starf sóknarprests laust til umsóknar og valnefnd kýs að svo búnu um hver væntanlegra umsækjenda verður skipaður sóknarprestur. Séra Jón er settur prestur til 1. mars næstkomandi en hann fékk skipunarbréf sitt í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir