Endurbætur á vínbúðinni í Ólafsvík

Í gær var Vínbúðin í Ólafsvík opnuð að nýju eftir breytingar innanhúss. Verslunin fékk nýtt útlit, skipt var um gólfefni og ljós ásamt því að hún var skipulögð upp á nýtt; settar upp nýjar innréttingar og merkingar bættar. Þá var sett upp nýtt ljósaskilti utan á húsið. Gekk vinnan hratt og vel fyrir sig og sáu iðnaðarmenn sem starfa hjá Vínbúðinni um þær auk þeirra Sigurjóns Bjarnasonar rafvirkja og Eiríks Gautssonar múrara í Ólafsvík. Framkvæmdir stóðu yfir rúma helgi. Að sögn starfsfólks í vínbúðinni heppnuðust breytingarnar vel en þær bæta vinnuaðstöðu þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir