Frumhönnun húss. Teikning/ ASK arkitektar.

Verkfræðiráðgjöf vegna uppbyggingar á Jaðarsbökkum í útboð

Ríkiskaup óska á vef sínum eftir tilboði í alla verkfræðiráðgjöf vegna verkefnisins „Jaðarsbakkar, uppbygging íþróttamannvirkja á Akranesi.“ Í auglýsingunni segir m.a að um sé að ræða steinsteypt íþróttahús með fría lofthæð yfir 7 metra. Kjallari er undir húsinu og þar eru búningsherbergi, aðstaða kennara, þjálfara, dómara o.fl. ásamt stoðrýmum og geymslum. Samtals er mannvirkið ríflega 5,300 fermetrar og leggst annarsvegar að norðurgafli Akraneshallarinnar og tengist sundlaugarbyggingu til vesturs hinsvegar. Húsið á að geta þjónustað alla almenna íþróttaiðkun svo sem handbolta, körfubolta, blak o.fl. með uppsettum áhorfendabekkjum ásamt því að vera leikfimihús fyrir Grundaskóla. Salurinn þarf að geta skipts í fjóra hluta í kennslu og einnig að geta tekið við uppsetningu fyrir veisluhöld, uppröðun borða í öllum salnum. Hljóðvist og loftgæði skulu taka mið af því besta sem gert er í dag. Bruna- og öryggismál skulu einnig taka mið af því.

Þegar er kominn ráðgjafarsamningur við ASK arkitekta en hönnunarstjórn verkefnisins er á hendi þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir