Jarðskjálftinn truflaði loftmyndaskanna Landmælinga

Í Kvarðanum, nýju fréttabréfi Landmælinga Íslands segir m.a. frá því að jarðskjálftinn sem varð á Reykjanesi 20. október síðastlinn hafi haft óvænt áhrif. „Jörð hristist hraustlega á Akranesi í jarðskjálftanum þann 20. október síðastliðinn. Að öllu jöfnu hafa slíkar jarðskorpuhreyfingar mest áhrif á grunnmælikerfi landsins en að þessu sinni virðist sem nýlegur loftmyndaskanni stofnunarinnar hafi orðið verst úti. Skanninn, sem er af gerðinni Wehrli RM-6, er mjög nákvæmur og virðast grunnstillingar hans hafa breyst við hristinginn. Unnið hefur verið að því að endurstilla skannann með hjálp tæknimanna í Úkraínu til að tryggja þá miklu nákvæmni sem hann býður upp á. Allar rafrænar loftmyndir Landmælinga Íslands eru aðgengilegar á vef stofnunarinnar,“ segir m.a. í Kvarðanum, en blaðið er aðgengilegt á lmi.is og hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir