Heildarafli var rúm ein milljón tonna á síðasta ári

Hagstofan birtir fyrir helgina bráðabirgðatölur um heildarafla ársins 2020 við Íslandsstrendur. Heildaraflinn var 1.021.000 tonn og dregst saman um 3% frá 2019. Uppsjávarafli er nær óbreyttur milli áranna 2019 og 2020, um 530 þúsund tonn. Ríflega helmingur aflans, kolmunni 244 þúsund tonn, makríll 152 þúsund tonn og síld 134 þúsund tonn. Loðnuafli var hins vegar enginn árin 2019 og 2020.

Botnfisksafli dregst saman um 4% milli ára og var rúm 463 þúsund tonn árið 2020 og skiptist þannig: Þorskur 277 þúsund tonn og ýsa, ufsi og karfi rúm 50 þúsund tonn hvert. Flatfisksafli breyttist lítið milli ára, var 23 þúsund tonn en skelfisksafli minnkaði um rúmlega helming, úr tíu þúsund tonnum í fimm þúsund tonn.

Hér má sjá samantekt Hagstofunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira