Frá Skottuhúfunni síðasta sumar. Ljósm. úr safni

Úthlutun úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

Snemma í desember var auglýst eftir umsóknum úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms en umsóknarfrestur rann út 4. janúar síðastliðinn. Alls bárust 14 umsóknir sem stjórn Lista- og menningarsjóðs fór yfir á fundi 6. janúar og ákváðu úthlutun úr sjóðnum. Eftirfarandi fá styrk:

Hjördís Pálsdóttir – Heimatónleikar í Stykkishólmi 150.000 kr fyrir þrenna tónleika, Norska húsið – Menningarviðburðir – 100.000 kr, Norska húsið – Skotthúfan – 100.000 kr, Skógræktarfélag Stykkishólms – Skoðaðu skóginn – 200.000 kr, Anna Melsteð – Saga og menning Stykkishólms – 200.000 kr, Anna Melsteð – Tilraunastofa Árna Thorlacius – 100.000 kr, Hollvinasamtök Dvalarheimilisins í Stykkishólmi – Fyrir þorrablót og/eða annan sambærilegan viðburð – 100.000 kr, Kirkjukórinn – Tónleikahald – 150.000 kr og Heimir Laxdal – 200.000 kr. Sjóðurinn ákvað að styrkja tónleikahald um kr. 50.000 sem skipist á tvenna brúsapallstónleika. Þá verða tónleikar á Sjómannadag styrktir um kr. 75.000, Blúshátíðina um fær 75.000 kr, FAS – Félag atvinnulífs í Stykkishólmi – Ýmsir viðburir – 300.000 kr, Skeljahátíð fær 300.000 kr og útivistarhelgar og jólaþorps 100.000 krónur fyrir hvora hátíð. Loks fær Júlíana – Hátíð sögu og bóka – 200.000 kr.

Líkar þetta

Fleiri fréttir