Kerlingin er nú höfðinu styttri

Við Kerlingarskarð á Snæfellsnesi liggur fyrrum þjóðleið sem tengir suður- og norðurhluta Snæfellsness, en eftir að vegurinn um Vatnaleið var opnaður 2001 hefur gamla þjóðveginum ekki verið haldið við og umferð því lítil um svæðið.

Efst á Kerlingarskarði er steintröll sem kallast Kerlingin. Svo virðist sem Kerlingin sé nú höfðinu styttri, ef marka má mynd sem Sumarliði Ásgeirsson fréttaritari tók af henni á dögunum. Var hún um 21 metri á hæð áður en hún varð höfðinu styttri, en er nú vart svipur hjá sjón.

Líkar þetta

Fleiri fréttir