Þær Eva Hlín og Heiður Hörn eru verkefnastjórar Föstudagsins DIMMA. BÚÚÚÚ!

Í dag er Föstudagurinn DIMMI

Í dag verður Föstudagurinn DIMMI haldinn í fimmta skiptið í Borgarbyggð. Hvert ár hefur haft sitt sérstaka þema en megin tilgangurinn er að efla raunveruleg tengsl og samskipti, órafmögnuð og á eigin skinni. Að þessu sinni er viðburðurinn færður í sóttvarnarbúning og fólk hvatt til að gæta að sóttvarnareglum. Áskorunin er að halda í upplifunina en nýta jafnframt tækni samtímans þrátt fyrir að meginhugmynd Föstudagsins DIMMA sé að stuðla að hvíld frá raftækjum.

„Þema ársins 2021 er Sagnaarfurinn og við stefnum á að vekja upp baðstofustemninguna með því að útvarpa (og hlaðvarpa) sögum sem tengjast Vesturlandi. Blásið var til sagnasamkeppni þar sem óskað var eftir frumsömdum og/eða áður óbirtum sögum í samkeppni, flökkusögum, lygasögum, þjóðsögum, hamfarasögum, hetjusögum, hræðilegum sögum eða sönnum sögum. Alls bárust 39 sögur og dómnefnd sá um að velja úr frambærilegustu sögurnar sem tengdust Vesturlandi. Sögurnar máttu vera á hvaða formi sem var, skrifaðar, lesnar eða leiknar. Fimm sögur voru birtar í Skessuhorni í þessari viku. Upptökur verða einnig aðgengilegar hér á vef Skessuhorns,“ segir í tilkynningu.

Dómnefnd var skipuð þeim: Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur og Sigrúnu Elíasdóttur sem starfrækja hlaðvarpið Myrka Ísland (og hlaðvarpið Þjóðlegir þræðir), Sævari Inga Jónssyni héraðsbókaverði Héraðsbókasafns Borgarfjarðar, Evu Hlín Alfreðsdóttur og Heiði Hörn Hjartadóttur verkefnastjórum Föstudagsins DIMMA.

Fjórar sögur koma til greina til birtingar í Borgfirðingabók 2021 sem Sögufélag Borgarfjarðar gefur út síðar á árinu. 24 sögur eru lesnar og útvarpað á FM Óðal 101,3 í dag frá klukkan 10:00 og til miðnættis. Tveir sagnamenn hljóðrituðu sögur sem verða spilaðar á FM Óðali 101,3. Upptökur sem verður útvarpað á FM Óðali 101,3 verða jafnframt aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar. Eina sögu og eitt útvarpsleikrit verður hægt að hlusta á í hlaðvarpsþættinum Myrka Ísland sem kemur út i dag og verður í kjölfarið aðgengilegt á Spotify.  Aðrar sögur þóttu of hræðilegar fyrir almenna birtingu. Nokkrar af sögunum verða birtar á Facebook og Instagram síðum Föstudagsins DIMMA.

Hér að neðan eru linkar á hljóðskrár. Um upptökur og hljóðblöndun sá Sigurþór (Sissi) Kristjánsson en útsendingingum stjórnuðu Atli Freyr Ólafsson og Örn Einarsson, tæknimenn á FM Óðal 101,3.

Nafn sögu: Barnapían
Höfundar: Alex Þór Gíslason og Haukur Óli Sævarsson
Lesari: Gitta Kjartanasdóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Dimmi bærinn
Höfundur: Alda Rut Eðvarsdóttir
Lesari: Freyja Ísfold Guðmundsdóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Dimmi föstudagur
Höfundar: Guðmundur Elís Pálmason
Lesari: Sævar Ingi Jónsson
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Draugahúsið
Höfundar: Halldór Bjarni Steinurnarson og Kristján Einar Arinbjarnarson
Lesari: Gitta Kjartansdóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Draugasaga
Höfundar: Heiðar Smári Ísgeirsson, Davíð Ólfafur Jóhannesson, Kristian Hrafn Kulseng og Ísak Kári Emilsson
Lesari: Freyja Ísfold Guðmundsdóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur en svolítið krípí

Hlekkur

Nafn sögu: Dularfulla gönguferðin
Höfundur: Þóra Kolbrún Ólafsdóttir
Lesari: Sævar Ingi Jónsson
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Dularfulla stelpan
Höfundar: Sigurður Bogason og Hrafn Hilmisson
Lesari: Ernir Daði Arnberg Sigurðsson
Hræðileikaskali: Allur aldur en svolítið krípí

Hlekkur

Nafn sögu: Einar Þór Skarphéðinsson vekur upp drauga
Höfundur: Einar Þór Skarphéðinsson
Lesari: Einar Þór Skarphéðinsson
Hræðileikaskali: 10 ára og eldri

Hlekkur

Nafn sögu: Er þetta bíll?
Höfundar: Alex Þór Gíslason og Haukur Óli Sævarsson
Lesari: Gitta Kjartansdóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Fössarinn dimmi
Höfundur: Rebekka Rán Borgadóttir
Lesari: Kjartan Sigurjónsson
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Gangurinn
Höfundur: Margrét Signý Kristjónsdóttir
Lesari: Kjartan Sigurjónsson
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Hundurinn
Höfundur: Andri Ólafur Jónsson
Lesari: Ernir Daði Arnberg Sigurðsson
Hræðileikaskali: Allur aldur en svolítið krípí

Hlekkur

Nafn sögu: Jólamorð
Höfundar: Hlynur Blær Tryggvason, Kristján Karl Hallgrímsson, Reynir Skorri Jónsson og Steinunn Bjarnveig Blöndal.
Lesari: Eva Hlín Alfreðsdóttir
Hræðileikaskali: 10 ára og eldri

Hlekkur

Nafn sögu: Lækningin
Höfundur: G. Jóhanns
Lesari: Theódór Kr. Þórðarson
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Munaðarleysingi úr norði
Höfundur: Gitta Kjartansdóttir
Lesari: Heiður Hörn Hjartardóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Óðal
Höfundur: Jóhanna Þorvaldsdóttir
Lesari: Eva Hlín Alfreðsdóttir
Hræðileikaskali: 10 ára og eldri

Hlekkur

Nafn sögu: Orka árásin
Höfundur: Camille Chaverot
Lesari: Theódór Kr. Þórðarson
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Örlagadagur
Höfundur: Rikka Emilía Einarsdóttir
Lesari: Rebekka Rán Bogadóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Sagan um dimma myrkið
Höfundur: Eygló Alda Guðbjörnsdóttir
Lesari: Gitta Kjartansdóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur

Hlekkur

Nafn sögu: Brúðan, Skemman, Haus og Hvanneyri
Höfundar: Ástrós Helga Guðjónsdóttir, Sigrún Alda Jónsdóttir, Óttarr Birnir Arnberg Sigurðsson, Þorkell Fjelsted og Þorsteinn Ingi Sævarsson
Lesari: Eva Hlín Alfreðsdóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur en svolítið krípí

Hlekkur

Nafn sögu: Stelpan sem hvarf
Höfundur: Dagný Eyjólfsdóttir, Erla Ýr Pétursdóttir, Ólöf Sesselja Kristófersdóttir og Sædís Myst Suarez
Lesari: Freyja Ísfold Guðmundardóttir
Hræðileikaskali: Allur aldur en svolítið krípí

Hlekkur

Líkar þetta

Fleiri fréttir