Fá ný smit síðasta sólarhring og óbreytt staða á Vesturlandi

Í gær greindust fimm með kórónuveirusmit innanlands og voru fjórir af þeim í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita er 18,5 og nýgengi smita við landamærin er 29,5. Nú eru 160 í einangrun með virkt kórónuveirusmit á landinu og 229 í sóttkví. 19 eru á sjúkrahúsi með Covid-19.

Hér á Vesturlandi er talan óbreytt frá því í gær, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi. Þrír eru veikir á Akranesi og tveir í Ólafsvík, alls fimm. Fjórir eru í sóttkví; þrír í Ólafsvík og einn á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir