Nýir eigendur Dússabars: Hlynur Þór, Sóley Ósk, Magnús Björn og Rakel Dögg. Ljósm. Gunnhildur Lind.

Vilja opna lifandi og skemmtilegan stað

Nýir eigendur að Dússabar í Borgarnesi sátu hvergi auðum höndum eftir að hafa fengið lyklavöldin að staðnum á laugardaginn. „Við tókum við lyklunum í gær og það er gjörsamlega búið að rústa öllu hérna út. Þú sérð hvað spennan er mikil,“ segir Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir, einn af eigendum nýja staðarins í samtali við blaðamann Skessuhorns. Þau Kora og Steinþór Grönfeldt hafa því hætt starfsemi eftir langan rekstur í húsinu. Ekki leynir sér spenningurinn í loftinu hjá fjórmenningunum sem eiga nú Dússabar. Hjónin Sóley Ósk og Hlynur Þór Ragnarsson og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir og Magnús Björn Jóhannsson eru fjórmenningarnir sem keyptu Dússabar en þess má geta að Sóley Ósk og Rakel Dögg eru systur og dætur Geira bakara og Önnubellu.

Rætt er við nýja eigendur í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir