Páll S Brynjarsson var í viðtali við sjónvarpsstöðina N4.

Þrír mikilvægir málaflokkar sem þarf að ræða

Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, segir mikilvægt að atvinnumál með áherslu á nýsköpun og ferðaþjónustu verði sérstaklega rædd í aðdraganda alþingiskosninganna síðar á árinu. Einnig bendir hann á mikilvægi samgöngu- og menntamála. Hann segir brýnt að stjórnvöld hugi sérstaklega að eflingu nýsköpunar á landsbyggðinni, ráðist verði í nauðsynlegar samgöngubætur á Vesturlandi og að menntastofnanir á svæðinu verði efldar og þeim tryggt fjárhagslegt sjálfstæði. Þetta kemur fram í viðtali við Pál á sjónvarpsstöðinni N4 nýverið.

Hluta úr viðtalinu við Pál má lesa í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir