Emil Kristmann Sævarsson, framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar. Ljósm. aðsend.

„Það á ekki að bitna á umhverfinu að við séum í rekstri“

Blikksmiðja Guðmundar á Akranesi hefur undanfarið tekið þátt í athygliverðu samstarfi með samtökum blikksmiðjueigenda á Norðurlöndum. Samstarfið felst í flokkun á öllu sorpi fyrirtækjanna auk þess sem skoðaðir eru möguleikar á að nýta eða endurnýta afgangs málma; afklippur sem falla til á verkstæðunum. Í samtali við Skessuhorn sagði Sævar Jónsson eigandi blikksmiðjunnar: „Af hverju erum við að henda þessum bútum sem eru einn metri að lengd? Markmiðið er að minnka sem mest afskurð. Ein hugmynd sem velt var upp var að fyrir þá sem vilja byggja ódýrt mætti fá áfellur fyrir húsaklæðningar sem yrðu alltaf 1,2 metri í stað þriggja metra eins og hefðbundið er. Með því myndi nýting efnisins batna og afskurðurinn minnka og kostnaðurinn sömuleiðis.“

Rætt er við feðganga Sævar og Emil í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir