Upptökur fóru fram í dag. Hér er Heiðar Mar Björnsson að taka upp ávarp Páls S Brynjarssonar. Á milli þeirra og sólarlagsins situr Ólafur Sveinsson. Ljósm. Svala Svavarsdóttir.

Streymt frá úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs á morgun

Á morgun, föstudaginn 15. janúar klukkan 14, fer Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands fram. Líkt og aðrir viðburðir af þessari stærðargráðu verður um rafræna útsendingu að ræða að þessu sinni, en streymt verður frá Breiðinni á Akranesi. Í útsendingunni tilkynna Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinnuráðgjafar og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi um styrkhafa í flokkum atvinnu- og nýsköpunarstyrkja, menningarstyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Alls verður úthlutað á fimmta tug milljóna í þessari stærstu úthlutun ársins.

Boðið verður uppá tónlistaratriði auk þess sem Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar flytja ávörp. Þá munu fulltrúar styrkhafa flytja stutta kveðju. Útsendingin hefst klukkan 14:00

Sjá hér: https://www.facebook.com/events/427692548434975

Ólafur, Páll, Sigursteinn og Svala, öll starfsmenn SSV.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.