Landað í Hólminum um helgina

Í brunagaddi síðastliðinn sunnudag var landað fullfermi úr Kristborgu og Kára í Stykkishólmi. Þeir Magnús Kristinsson og Ólafur Valdimarsson lönduðu um þremur og hálfu tonni úr Kristborgu og Sigurður Páll Jónsson og sonur hans Bragi Páll, lönduðu fimm tonnum úr Kára. Meðfylgjandi mynd tók Sumarliði Ásgeirsson fréttaritari af þeim feðgum, þegar hann átti leið niður á Stykkishólmshöfn á sunnudaginn.

Fullfermi landað í Stykkishólmi. Ljósm. sá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir