Guðveig stefnir á landsmálin

Guðveig Lind Eyglóardóttir í Borgarnesi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. – 2.  sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær kemur m.a. fram að frá árinu 2014 hafi hún verið oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. „Í gegnum störf mín sem sveitarstjórnafulltrúi hef ég haft tækifæri til að sinna fjölbreyttum trúnaðarstörfum við ólíka málaflokka. Þá sat ég í stjórn Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi í sex ár og fékk þar jafnframt tækifæri til að vinna að sameiginlegum áherslumálum landsbyggðasamtakana. Sú reynsla, þekking og innsýn sem mér hefur hlotnast á þessum tíma í samstarfi við öflugan hóp fólks úr ólíkum áttum hefur eflt áhuga minn á því að starfa á þessum vettvangi enn frekar.“

Guðveig Lind er með BA próf í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og lýkur nú í vor meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnum frá Háskólanum á Bifröst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir