Í styttri útgáfunni af rúntinum var tekin u-beygja hjá Hinna rakara. Ljósm. frg

Rúnturinn endurvakinn á Akranesi

Í kvöld fór fram Facebook viðburðurinn „Bring back rúnturinn” á Akranesi. Viðburðinum sem stofnað var til af Alexander Aroni Guðjónssyni var ætlað að hvetja Skagamenn til að endurvekja hinn gamla rúnt um Skólabraut og nágrenni eða eins og segir í tilkynningu: “Endurvekjum rúntmenningu Skagamanna, fjölmennum á göturnar og rúntum fram í rauða nóttina. Alveg tilvalið í kófinu! Svo er hægt að kíkja við í lúgunni í Shell, Orkunni, Skaganesti, Kvikk on the go – og skoða mánaðartilboðin fyrir janúar.“

Óhætt er að fullyrða að þátttakan hafi farið fram úr björtustu vonum en götur miðbæjarins voru stappfullar af bílum sem á tímabili mjökuðust vart áfram. Er mál manna að viðburðurinn hafi vakið mikla fortíðarþrá en einnig ánægju meðal þeirra Skagamanna sem tóku þátt.

Lítill hluti af bílum sem fóru á rúntinn á Akranesi á miðvikudagskvöldið.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir