Neikvæður viðsnúningur í rekstri tíu stærstu sveitarfélaganna

Áhrif kórónaveirunnar gætir víða og ekki síst í rekstri sveitarfélaga landsins. Ríkissjónvarpið tók nýverið saman upplýsingar um rekstur og horfur í afkomu tíu stærstu sveitarfélaga landsins. Þar kemur fram að árið 2019 var samanlagður rekstur þeirra jákvæður um 22,4 milljarða króna. Á síðasta ári varð algjör kúvending og benda bráðabirgðaniðurstöður til að rekstur þeirra hafi verið neikvæður um 4,5 milljarða. Á þessu ári er áætlað að tap þeirra verði enn meira, eða 8 milljarðar króna. Af tíu stærstu sveitarfélögunum er einungis áætlaður jákvæður rekstur hjá tveimur þeirra. Gert er ráð fyrir 113 milljóna rekstrarafgangi hjá Akraneskaupstað og 377 milljónum hjá Fjarðabyggð. Áætlað tap annarra sveitarfélaga er allt frá því að vera áætlað 35 milljónir hjá Garðabæ og upp í 2,7 milljarða hjá Reykjavíkurborg.

Líkar þetta

Fleiri fréttir