Þingmenn Miðflokksins eru flutningsmenn tillögunnar.

Leggja til að almenningur fái valfrelsi um ráðstöfun hluta útvarpsgjalds

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar um ráðstöfun útvarpsgjalds. Aðrir þingmenn Miðflokksins eru meðflutningsmenn að tillögunni. Þar er lagt til að Alþingi feli mennta- og menningarmálaráðherra í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram frumvarp þess efnis að lögum um ráðstöfun útvarpsgjalds skuli breytt. Breytingin lúti að því að hverjum og einum greiðanda útvarpsgjalds skuli heimilt að ráðstafa allt að þriðjungi gjaldsins til annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins eins og hann kýs.

Í greinargerð með tillögunni segir að allir þeir sem skattskyldir eru á Íslandi, einstaklingar og lögaðilar, greiða nú sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins ohf. Útvarpsgjaldið, sem lagt er á við álagningu opinberra gjalda ár hvert, er öllum einstaklingum og skráðum fyrirtækjum gert að greiða. Lagt er til að landsmenn fái valfrelsi um ráðstöfun hluta útvarpsgjalds þannig að þeir geti með framlagi sínu tryggt tiltekinn fjölbreytileika í rekstri fjölmiðla landsins. „Með því að sitja eitt að þessum gjaldstofni hefur Ríkisútvarpið haft yfirburðastöðu gagnvart öllum öðrum fjölmiðlum, og gildir það um fréttaflutning og dagskrárgerð. Slík einokunarstaða, sérstaklega ríkismiðils, er óeðlileg nú á tímum og vinnur beinlínis gegn hugmyndum um sjálfstæði og fjölbreytni hugsunar og skoðana,“ segir í greinargerð með tillögunni. Loks segir: „Áhrif fjölmiðla á samfélagið eru svo viðamikil að fjölmiðlalæsi neytenda er ein af grundvallarforsendum þess að þeir geti talist fullgildir og virkir borgarar í lýðræðisríki. Að veita einum ríkisreknum miðli lungann úr fjölmiðlastyrkjum hins opinbera vinnur gegn þessum markmiðum.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira