Keppni í Dominos deild kvenna hefst í kvöld

Eins og kunnugt er hefst keppni að nýju í dag í meistaradeildinni kvenna í körfubolta. Domino‘s deild kvenna ríður á vaðið í kvöld, en 99 dagar eru síðan síðustu keppnisleikir fóru fram, 6. október 2020. Í kvöld eru fjórir leikir í deildinni, Fjölnir-Haukar, Breiðablik-Keflavík, Snæfell-KR og Valur-Skallagrímur. KKÍ og HSÍ hafa sett sóttvarnarreglur sem aðildarfélögum er gert að fara eftir við framkvæmd leikja. Ekki er gert ráð fyrir á áhorfendum á leiki í deildinni meðan núgildandi samkomutakmarkanir eru.

Líkar þetta

Fleiri fréttir