Endurvinnanlegt sorp er hér flokkað.

Hringrásarhagkerfið bætt með aukinni flokkun sorps

Í gær lagði umhverfisráðuneytið drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Þar eru settar fram 24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi. Á yfirstandandi löggjafarþingi verður frumvarp um breytingar á úrgangslöggjöfinni lagt fram á þingi. Undirbúningur að stefnunni og frumvarpinu hefur staðið yfir í á þriðja ár hjá Umhverfisstofnun og í ráðuneytinu. „En til þess að hringrásarhagkerfið verði að veruleika þarf að gera breytingar á gangverkinu; gera íslenskt samfélag að endurvinnslusamfélagi. Í því miði þarf að setja fram efnahagslega hvata, skýrar reglur og ábyrgð og auka fræðslu,“ skrifar Guðmundur Ingi Guðrandsson umhverfisráðherra m.a. í aðsendri grein hér á vef Skessuhorns þar sem hann útskýrir nauðsyn þess að hér á landi verði komið á virkara hringrásarhagkerfi m.a. með aukinni flokkun endurvinnanlegs sorps.

Sjá grein Guðmundar Inga Guðbrandssonar hér.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir