Ingibjörg Hjartardóttir er nýr framkvæmdastjóri á Hótel Húsafelli. Ljósm. arg.

Flutti til Íslands eftir 27 ár erlendis til að taka við starfi á Húsafelli

Ingibjörg Hjartardóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Hótel Húsafells í Borgarfirði. „Þetta eru skrýtnir tímar að byrja í svona starfi núna, í þeim aðstæðum sem við erum að kljást við, en ég sé líka ýmsa kosti við þessa stöðu,“ segir Ingibjörg þegar Skessuhorn heyrði í henni. Ingibjörg hefur nokkur tengsl í Borgarfjörðinn en hún er dóttir Unnar Halldórsdóttur og Hjartar Árnasonar sem ráku Shellstöðina í Borgarnesi um árabil auk þess sem þau ráku golfskálann að Hamri og byggðu þar upp golfhótelið. „Ég var reyndar flutt úr landi á þessum tíma sem foreldrar mínir voru í ferðaþjónustu í Borgarbyggð, en maður kom í Borgarfjörðinn eins og maður gat og myndaði aðeins tengsl,“ segir Ingibjörg.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er rætt við Ingibjörgu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir