Starfsfmenn Fjöliðjunnar: Tinna Björk Sigmundsdóttir, Kristjana Guðrún Björnsdóttir, Emma Rakel Björnsdóttur og Guðmundur Örn Björnsson. Ljósm. frg

Dósamóttaka Fjöliðjunnar á Akranesi opin á ný

Fjöliðjan á Akranesi hefur opnað flöskumóttöku sína á ný. Móttakan er opin virka daga frá kl. 08.00-11.45 og frá kl.13.00-15.30.

Þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði voru starfsmenn í langþráðri pásu enda búið að vera mikið að gera í allan dag. Að sögn Þórdísar Ingibjartsdóttur hjá Fjöliðjunni var fólk farið að bíða við dyr flöskumóttökunnar um kl. 7:30 í morgun og frá því að dyrnar voru opnaðar, kl. 8 hefur verið stanslaus straumur af fólki. Móttakan hefur verði lokuð frá því í byrjun nóvember og hafa bæjarbúar greinilega verið fegnir því að geta loksins losað sig við dósir og flöskur.

Biðja starfsmenn Fjöliðjunnar bæjarbúa að sýna biðlund þar sem búast megi við miklu annríki og að bið geti skapast eftir þjónustu. Jafnframt er fólk beðið að huga að eftirfarandi:

  • Grímuskylda
  • Aðeins 2 viðskiptavinir inni í einu
  • Biðraðir verða úti
  • Ekki er heimilt að skilja dósirnar eftir fyrir utan
Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.