Unnið við hreinsun húss í kjölfar óhappsins. Ljósm. hs.

Bæjarstjórn lítur sementsóhappið alvarlegum augum

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar síðdegis í gær var samþykkt samhljóða ályktun vegna umhverfisóhapps þegar mikið magn sements fauk yfir hluta bæjarins aðfararnótt 5. janúar síðastliðinn. „Bæjarstjórn Akraness lítur óhappið alvarlegum augum en telur viðbrögð forsvarsmanna Sementsverksmiðjunnar til marks um að fyrirtækið líti málið sömu augum,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. „Bæjarstjórn Akraness leggur áherslu á að þeir aðilar, íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna óhappsins, fái viðunandi úrlausn sinna mála sem og að fyrirtækið upplýsi sem best og sem víðast þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í framhaldinu til að lágmarka sem mest áhættuna af því að svona nokkuð geti endurtekið sig.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir