Tveir greindir í gær

Tveir voru greindir með Covid-19 innanlands í gær skv. uppfærðum tölum á covid.is, annar þeirra var í sóttkví við greiningu en hinn ekki. 149 eru nú í einangrun hér á landi vegna Covid-19 og 320 í sóttkví. 19 eru á sjúkrahúsi vegna veirunnar og enginn á gjörgæslu. Á Vesturlandi eru nú þrír í einangrun vegna kórónuveirunnar, allir á Akranesi. Einn er í sóttkví í landshlutanum og er hann sömuleiðis á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir