Vel hafði verið búið að þeim slasaða þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Ljósm. Björgunarsveitin Ok.

Gerðu allt það rétta í stöðunni

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru um nónbil í gær kallaðar út til aðstoðar þremur mönnum á gönguskíðum norðan við Þursaborg í Langjökli. Einn göngumannanna hafði snúið sig á fæti og komst því ekki lengra. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks fór á svæðið á vélsleðum, bílum og snjóbílum. Fyrsti björgunarsveitarbíll kom að mönnunum um klukkan sex um kvöldið. Hæglætisveður var á jöklinum og um 20 gráður frost. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kom fram að félagar mannsins sem slasaðist höfðu gert allt rétt í stöðunni, komið félaga sínum í hlý föt og skjól og gefið honum heitt að drekka um leið og þeir hringdu í Neyðarlínuna. Manninum var svo komið um borð í sjúkrabíl í Húsafelli og björgunarsveitarfólk sá um að koma félögum hans og búnaði niður af jöklinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira