
Kallaðir út til aðstoðar göngumönnum
Björgunarsveitir af Vesturlandi hafa verið kallaðar út til aðstoðar skíðagöngumönnum sem staddir eru norðan við Þursaborg í Langjökli. Einn göngumannanna sneri sig á fæti. Mennirnir eru samkvæmt upplýsingum Skessuhorns vel búnir en þeir halda kyrru fyrir þar til hjálp berst. Farið er til móts við mennina á jeppum og snjósleðum.