Fjórir með Covid-19 á Vesturlandi

Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og voru allir sem greindust í sóttkví. Fjórtán smit greindust á landamærunum, tvö smitanna eru virk og tólf bíða niðurstöðu úr mótefnamælingu. Í gær greindust einnig þrír með virkt smit í seinni landamæraskimun.

Hér á Vesturlandi eru nú fjórir með Covid, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi. Þrír þeirra eru á Akranesi og einn í Stykkishólmi. Þrír eru í sóttkví; einn í Grundarfirði og tveir á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir