Allri dagskrá Stöðvar 2 verður læst

Allt efni Stöðvar 2 verður í læstri dagskrá frá og með 18. janúar næstkomandi, þar á meðal fréttir stöðvarinnar. Stöð 2 verður því að fullu áskriftarstöð, en áskriftinni fylgir einnig aðgangur að efnisveitunni Stöð 2+. Í tilkynningu er haft eftir Þórhalli Gunnarssyni framkvæmdastjóra fjölmiðla Stöðvar 2 að þetta sé sóknaraðgerð. Með þessu sé sess fréttastofu Stöðvar 2 enn frekar tryggður. Hann kveðst sannfærður um að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir